Fótbolti

Ísland hænuskrefi frá undanúrslitunum - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska U-21 landsliðið var aðeins einu marki frá því að komast í undanúrslit Evrópumeistaramótsins í Danmörku eftir 3-1 sigur á heimamönnum í gær.

Strákarnir hefðu annað hvort þurft að halda hreinu eða skora eitt mark til viðbótar til að komast áfram og eiga þar með möguleika á að komast á Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári.

Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk Íslands í leiknum í gær.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir.

Gylfi Þór Sigurðsson eftir leikinn í gær.Mynd/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×