Mcllroy með átta högga forskot fyrir lokahringinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2011 23:33 Allra augu verða á N-Íranum unga á morgun. Mynd/AFP Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus og Ástralinn Jason Day deila svo þriðja sætinu á fimm höggum undir pari. Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari, þann annan á fimm höggum undir og í dag á þremur höggum undir. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur. Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti verið 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er mótsmet. Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana og virtist fátt geta stöðvað hann líkt og nú. Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann spilaði á átta höggum yfir pari. Mcllroy þurfti að sjá á eftir þeim titli. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á lokadeginum. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun. Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því að smella hér. Mcllroy með x högga forskot fyrir lokahringinn Norður-Írinn Rory Mcllroy er með x högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn á x höggum undir pari. Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus og Ástralinn Jason Day deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari. Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari og þann annan á fimm höggum undir pari. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur. Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er met. Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana og virtist fátt geta stöðvað hann. Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann spilaði á átta höggum yfir pari. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á lokadeginu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun. Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Day og Westwood með frábæran hring - Mcllroy gefur lítið eftir 18. júní 2011 22:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus og Ástralinn Jason Day deila svo þriðja sætinu á fimm höggum undir pari. Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari, þann annan á fimm höggum undir og í dag á þremur höggum undir. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur. Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti verið 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er mótsmet. Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana og virtist fátt geta stöðvað hann líkt og nú. Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann spilaði á átta höggum yfir pari. Mcllroy þurfti að sjá á eftir þeim titli. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á lokadeginum. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun. Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því að smella hér. Mcllroy með x högga forskot fyrir lokahringinn Norður-Írinn Rory Mcllroy er með x högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn á x höggum undir pari. Næstur á eftir Mcllroy er Suður-Kóreu maðurinn Y. E. Yang á sex höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus og Ástralinn Jason Day deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari. Norður-Írinn, sem er nýorðinn tuttugu og tveggja ára, hefur farið á kostum á mótinu. Fyrsta hringinn spilaði hann á sex höggum undir pari og þann annan á fimm höggum undir pari. Hann hefur aðeins tvisvar spilað holu yfir pari á hringjunum þremur. Hann hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækurnar. Enginn annar í sögu mótsins hefur á einhverjum tímapunkti 13 höggum undir pari. Hann spilaði fyrstu 36 holurnar á ellefu undir pari sem einnig er met. Mikil pressa er á Norður-Íranum fyrir lokahringinn. Á Masters mótinu á Augusta í Georgíu í apríl var Mcllroy sjóðandi heitur fyrstu þrjá dagana og virtist fátt geta stöðvað hann. Á fyrsta degi spilaði hann besta hring nýliða í sögu mótsins. Á lokahringnum setti hann hins vegar ekki jafn eftirsóknarvert met. Versti hringur kylfings sem hefur leitt mótið að loknum þriðja degi en hann spilaði á átta höggum yfir pari. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Mcllroy höndlar pressuna á lokadeginu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi á morgun. Þá má fylgjast með holu-fyrir-holu uppfærslu á heimasíðu mótsins með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Day og Westwood með frábæran hring - Mcllroy gefur lítið eftir 18. júní 2011 22:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira