Fleiri fréttir

Enrique vill að De Jong verði dæmdur í langt bann

Jose Enrique, bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, vill að Hollendingurinn Nigel de Jong verði dæmdur í langt keppnisbann fyrir að fótbrjóta Hatem Ben Arfa í leik liðanna um síðustu helgi.

Eigendur Boston Red Sox búnir að kaupa Liverpool

Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ákveðið að taka tilboði frá eigendum bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox en til að salan geti gengið í gegn þarf stjórnin væntanlega að útkljá málið í réttarsal þar sem að núverandi eigendur eru víst mjög á móti sölunni.

Strauk brjóst dómarans - myndband

Þýski varnarmaðurinn Peter Niemeyer hefur beðist afsökunar á að hafa strokið brjóst Bibiana Steinhaus sem dæmdi leik í þýsku B-deildinni í gærkvöldi.

Mourinho vildi koma á Laugardalsvöllinn

Jose Mourinho segist enn finna fyrir biturleika vegna ákvörðunar forráðamanna Real Madrid að hafa ekki fengið að stýra portúgalska landsliðinu tímabundið.

Eigandi Boston Red Sox vill kaupa Liverpool

Fullyrt er í enskum fjölmiðlum í kvöld að tvö ný tilboð hafi borist í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool, þar af eitt frá eigendum hafnarboltaliðsins Boston Red Sox.

Hodgson hefur trú á eigin getu

Roy Hodgson hefur enn trú á getu sinni sem knattspyrnustjóri þrátt fyrir slæmt gengi Liverpool í upphafi leiktíðar.

Wetzlar náði í sitt fyrsta stig

Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli við Lemgo á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Alex frá í þrjár vikur - missir af tveimur landsleikjum Brassa

Alex, varnarmaður Chelsea og brasilíska landsliðsins, getur ekki spilað næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í leik Chelsea og Arsenal um helgina. Alex hafði áður komið Chelsea í 2-0 með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Bryant spilaði aðeins í sex mínútur í tapi Lakers í London

Kobe Bryant og félagar sýndu enga meistaratakta þegar þeir mættu Minnesota Timberwolves í æfingaleik í London í gær. Minnesota Timberwolves vann 111-92 sigur í leiknum sem var fyrstu leikur Lakers-liðsins síðan að liðið vann NBA-meistaratitilinn í júní.

Button: Allt galopið í titilslagnum

Breski meistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, en keppt verður á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Brautin er í uppáhaldi meðal margra ökumanna og er eina áttulagaða brautin á keppnistímabilinu.

Lemaitre besti frjálsíþróttamaður Evrópu á árinu 2010

Franski spretthlauparinn Christophe Lemaitre hefur verið kosinn besti frjálsíþróttamaðurinn í Evrópu á þessu ári en hann hafði betur í baráttunni við norska spjótkastarann Andreas Thorkildsen og breska langhlauparann Mo Farah.

Cristiano Ronaldo í hefndarhug á móti Dönum

Cristiano Ronaldo segir sig og félaga sína í portúgalska landsliðinu vera staðráðna í að vinna Dani og hefna fyrir slæm úrslit á móti þeim dönsku í síðustu undankeppni. Danir unnu 3-2 sigur á Portúgal í Lissabon í undankeppni HM í Suður-Afríku og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli í Kaupamannahöfn.

Ida Tryggedsson stoppaði stutt í Grindavík

Danski leikmaðurinn Ida Tryggedsson stoppaði stutt i Grindavík en hún fór af landi brott í gær tveimur dögum áður en Grindavíkurliðið spilaði sinn fyrsta leik í mótinu. Grindavík mætir Fjölnir í 1. umferð Iceland Express deildar kvenna á morgun.

Hrafnhildur syndir fyrir bandarísku meistarana

Hrafnhildur Lúthersdóttir, 19 ára sundkona úr SH, er á leið í nám til Bandaríkjanna, þar sem hún hefur fengið inngöngu í University of Florida en sundlið skólans eru núverandi bandarískir háskólameistarar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Hrafnhildi sem komst inn á heimslista í bæði 50 og 100 metra bringusundi á árinu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

Colin Montgomerie: Olazábal ætti að verða næsti fyrirliði Evrópu

Colin Montgomerie verður ekki fyrirliði evrópska liðsins þegar Ryder-bikarinn fer fram í Bandaríkjunum eftir tvö ár en Montgomerie stýrði evrópska liðinu til sigurs í Ryder-bikarnum í gær. Næsti Ryder-bikarinn fer fram í Chicago árið 2012 og Montgomerie vill að Spánverjinn José María Olazábal taki við stöðu hans þar.

Næsta EM kvenna í fótbolta fer fram í Svíþjóð

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í gær var ákveðið að úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta fari fram í Svíþjóð árið 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Datt um æfingatöskuna sína og handarbrotnaði

NBA-leikmaðurinn Carlos Boozer spilar ekki tvo fyrstu mánuði tímabilsins með Chicago Bulls vegna handarbrots eins og hefur komið fram á Vísi. Það vita kannski færri hvernig þessi nýi stjörnuleikmaður Bulls, sem fær níu milljarða íslenska króna útborgað næstu fimm árin, fór að því að meiða sig.

Guðlaugur Victor sá verst klæddi í Liverpool-liðinu

Dean Bouzanis, ástralskur markvörður varaliðs Liverpool, hefur ekki mikið álit á fatastíl Guðlaugs Victors Pálssonar ef marka má viðtal við Bouzanis á Liverpool-síðunni. Bouzanis var beðinn um að velja verst klædda leikmann liðsins og þá stóð ekki á svari.

Diego Forlan: Tilbúinn að fara hvert sem er fyrir rétta tilboðið

Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni

Liverpool hefur áhuga á frönskum táningi hjá Real Sociedad

Liverpool og Lyon hafa bæði mikinn áhuga á 19 ára Frakka, Antoine Griezmann, sem spilar með Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á Skysports.com en þeir sjá fram á hugsanlegt kapphlaup um strákinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Nýi enski landliðsmaðurinn Kevin Davies: Hélt að þetta væri grín

Kevin Davies, liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar og framherji Bolton Wanderers, var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum í gær en kappinn er orðinn 33 ára gamall og var fyrir löngu búinn að afskrifa möguleikann á því að spila með enska landsliðinu.

Skoraði Veigar Páll framhjá framtíðarmarkverði Man United?

Eric Steele, markvarðarþjálfari Manchester United, var meðal áhorfenda á leik Aalesund og Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Enginn lék þar betur en íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson en Steele var þó ekki að fylgjast með honum heldur danska landsliðsmarkverðinum Anders Lindegaard.

Ólíklegt að Torres nái leiknum á móti Everton

Nárameiðsli Fernando Torres eru það alvarlega að hann þurfti að segja sig út úr spænska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni EM og mun líklega missa af næsta leik Liverpool-liðsins sem er á móti nágrönnunum í Everton 17. október næstkomandi.

Uppselt á Ísland - Portúgal

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 sem fer fram á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöldið.

Þjálfari Panathinaikos hætti en hætti svo við að hætta

Það er alltaf líf og fjör í kringum þjálfaranna í gríska fótboltanum enda hvergi algengara en að þjálfarar þurfti að taka pokann sinn ef illa gengur. Í gær leit út fyrir að þjálfari Panathinaikos, Nikos Nioplias, væri búinn að fá nóg af starfinu en forráðamenn félagsins náðu að tala hann til.

Engin október-bjórhátíð fyrir liðsmenn Bayern

Bayern Munchen hefur sjaldan byrjað jafnilla í þýsku deildinni og á þessu tímabili og gengið er byrjað að hafa áhrif á félagslið leikmanna liðsins. Louis van Gaal, þjálfari liðsins, tilkynnti nefnilega leikmönnum í dag að í staðinn fyrir að fara í árlega heimsókn liðsins á október-bjórhátíðina þá þurfa menn að mæta á aukaæfingu í staðinn.

Romario og Bebeto báðir kosnir inn á þing í Brasilíu

Brasilíumennirnir Romario og Bebeto voru báðir kosnir á brasilíska þingið fyrir hönd Rio de Janeiro í gær, Romario í neðri deildina en Bebeto í efri deildina. Þeir urðu eins og kunnugt heimsmeistarar saman árið 1994 og þóttu þá tveir bestu leikmenn brasilíska liðsins sem vann þá heimsmeistaratitilinn i fyrsta sinn í 24 ár.

Sjá næstu 50 fréttir