Fótbolti

Alex frá í þrjár vikur - missir af tveimur landsleikjum Brassa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex fagnar marki sínu um síðustu helgi.
Alex fagnar marki sínu um síðustu helgi. Mynd/AP
Alex, varnarmaður Chelsea og brasilíska landsliðsins, getur ekki spilað næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í leik Chelsea og Arsenal um helgina. Alex hafði áður komið Chelsea í 2-0 með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Alex meiddist á mjöðm og eftir ítarlega læknisskoðun hjá Chelsea kom í ljós að verði frá næstu þrjár vikurnar.

Alex var í landsliðshópi Brasilíu sem mætir Íran í Abu Dhabi á fimmtudaginn og spilar síðan við Úkraínu í Derby á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×