Handbolti

Tvö íslensk dómarapör dæma í Meistaradeildinni um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.
Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.
Íslenskir handboltadómarar verða í sviðsljósinu í Meistaradeildinni um næstu helgi en tvö íslensk dómarapör munu þá dæma hjá stórliðum á Spáni.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma stórleik F.C. Barcelona og HC Celje Pivovarna Lasko á laugardaginn í Meistaradeild Evrópu en leikið verður á Spáni.

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Ciudad Real og HCM Constanta á sunnudaginn í Meistaradeild Evrópu en leikið verður á Spáni.

Það eru fleiri Íslendingar á ferðinni á vegum evrópska handboltasambandsins því Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á leik IK Savehof og Tatran Presov á sunnudaginn í Meistaradeild Evrópu en leikið verður í Svíþjóð.

Helgina 23.-24. október munu svo Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma báðar viðureignir H.A.C. Handball frá Frakklandi og Colegio Joao de Barros frá Portúgal í Evrópukeppni félagsliða hjá konunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×