Enski boltinn

Eigendur Boston Red Sox búnir að kaupa Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ákveðið að taka tilboði frá eigendum bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox en til að salan geti gengið í gegn þarf stjórnin væntanlega að útkljá málið í réttarsal þar sem að núverandi eigendur eru víst mjög á móti sölunni.

Tom Hicks og George Gillett höfnuðu tilboðinu þar sem að þeir myndu ekki fá næginlega mikinn hagnað af sölunni en kappmál stjórnarinnar er að fá inn fjársterkan aðila sem er tilbúinn að greiða upp gríðarlega skuldir Liverpool.

Eigendur Boston Red Sox ætla samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar að borga um 300 milljónir punda fyrir Liverpool, félag með skuldir upp á 285 milljónir punda sem þarf að gera upp fyrir 15.október. Hicks og Gillett vildu fyrst fá 800 milljónir punda fyrir félagið en voru búnir að lækka þá upphæð niður í 600 milljónir punda.

Þrír stjórnarmenn samþykktu söluna. Martin Broughton, sem Hicks og Gillett réðu í apríl til þess að selja félagið, framkvæmdastjórinn Christian Purslow og sölustjórinn Ian Ayre.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×