Fótbolti

Uppselt á Ísland - Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo er í portúgalska landsliðinu.
Cristiano Ronaldo er í portúgalska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 sem fer fram á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöldið.

Það verða því um tíu þúsund áhorfendur á leiknum en með liði Portúgals leika stórstjörnur eins og Cristiano Ronaldo og Nani.

Ísland mætir mikið breytt til leiks frá síðasta leik en Ólafur Jóhannesson tilkynnti í dag leikmannahóp íslenska liðsins. Níu breytingar eru frá síðasta leikmannahópi hans.

Sjö leikmenn detta úr hópnum vegna verkefna U-21 landsliðsins og þeir Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson eru meiddir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×