Enski boltinn

Tevez orðinn þreyttur á varnartaktíkinni hjá Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Roberto Mancini.
Carlos Tevez og Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez, fyrirliði Manchester City og Roberto Mancini, stjóri liðsins, rifustu víst heiftarlega í hálfleik í 2-1 sigri City á Newcastle United í ensku úrvaladeildinni um helgina. Þetta kemur fram á Guardian.

Það hefur víst ekkert minnkað spennan á milli þeirra þótt að Mancini hafi gert Argentínumanninn að fyrirliða en Tevez var ekkert mikið sáttari með ítalska stjórann á síðasta tímabili.

Rifildið byrjaði þegar Roberto Mancini heyrði Carlos Tevez segja eitthvað niðrandi um sig á spænsku og ítalski stjórinn gekk strax á Argentínumanninn og leitaði eftir skýringum á orðum hans. Upp úr því hófst mikið rifildi sem restin af liðinu gat ekki annað en horft upp á.

Tevez kenndi Mancini um slaka frammistöðu liðsins í fyrri hálfleiknum og kvartaði undan taktík liðsins sem hann sagði vera alltof varnarsinnaða. Mancini svaraði að Tevez þyrfti að átta sig á hver réði og að honum bæri að hlýða skipunum hans.

Carlos Tevez hefur spilað einn frammi hjá liðinu í vetur og meðan Mancini stillir upp þremur varnartengiliðum inn á miðjunni. Tevez hefur engu að síður náð að skora fimm mörk en það kemur ekki í veg fyrir pirring hans yfir því hversu litlan stuðning hann fær í framlínunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×