Enski boltinn

Liverpool hefur áhuga á frönskum táningi hjá Real Sociedad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antoine Griezmann í baráttunni við Cristiano Ronaldo á dögunum.
Antoine Griezmann í baráttunni við Cristiano Ronaldo á dögunum. Mynd/AFP
Liverpool og Lyon hafa bæði mikinn áhuga á 19 ára Frakka, Antoine Griezmann, sem spilar með Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á Skysports.com en þeir sjá fram á hugsanlegt kapphlaup um strákinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Antoine Griezmann sló í gegn á síðasta tímabili þegar Real Sociedad vann sér sæti í spænsku úrvalsdeildinni og hann hefur einnig staðið sig vel það sem af er þessari leiktíð. Hann stóð sig einnig vel með franska 19 ára landsliðinu sem vann gullið á á EM í sumar.

Griezmann er með samning við Real Sociedad til ársins 2015 en eins og með alla samninga á Spáni er hægt að kaupa hann út fyrir ákveðna upphæð sem er talinn vera sex milljónir punda.

Griezmann hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur 12 í 44 leikjum fyrir Real Sociedad. Hann spilar vanalega út á vinstri kanti en getur einnig spilað sem framherji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×