Handbolti

Wetzlar náði í sitt fyrsta stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson í leikm eð Wetzlar.
Kári Kristján Kristjánsson í leikm eð Wetzlar. Nordic Photos / Bongarts

Kári Kristján Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli við Lemgo á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Staðan í hálfleik var 11-11 en Wetzlar var með forystuna lengst af í síðari hálfleik. Lemgo náði hins vegar að jafna metin með marki þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Í hinum leik kvöldsins vann Flensburg stórsigur á Melsungen, 31-20, á útivelli.

Þetta var fyrsta stig Wetzlar á tímabilinu en liðið er í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Melsungen er stigalaust á botninum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×