Enski boltinn

Ólíklegt að Torres nái leiknum á móti Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nárameiðsli Fernando Torres eru það alvarlega að hann þurfti að segja sig út úr spænska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni EM og mun líklega missa af næsta leik Liverpool-liðsins sem er á móti nágrönnunum í Everton 17. október næstkomandi.

„Hann mun ganga í gegnum viðfangsmikla meðferð næstu vikurnar," sagði Dr. Peter Brukner, yfirmaður læknadeildar Liverpool.

„Fernando fór í gegnum ítarlega skoðun og myndatöku en það er of snemmt að geta sér til um það hvort hann verði orðinn góður fyrir leikinn á móti Everton," bætti Brukner við.

Samkvæmt heimildum BBC eru meiðsli Fernando Torres mjög svipuð þeim sem hann varð fyrir í úrslitaleik HM í sumar en spænski landsliðsframherjinn missti einmitt af upphafi tímabilsins vegna þeirra og var ekki enn búinn að koma sér í sitt besta form þegar hann meiddist aftur.

Fernando Torres missti mikið af síðasta tímabili vegna hnémeiðsla og það er eins og hann ætli að eyða dágóðum tíma á sjúkrabekknum á þessari leiktíð. Hann náði að skora 22 mörk í 32 leikjum í fyrra en hefur aðeins skorað 1 mark í 8 leikjum það sem af er í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×