Fótbolti

Romario og Bebeto báðir kosnir inn á þing í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romario og Bebeto.
Romario og Bebeto. Mynd/AFP
Brasilíumennirnir Romario og Bebeto voru báðir kosnir á brasilíska þingið fyrir hönd Rio de Janeiro í gær, Romario í neðri deildina en Bebeto í efri deildina. Þeir urðu eins og kunnugt heimsmeistarar saman árið 1994 og þóttu þá tveir bestu leikmenn brasilíska liðsins sem vann þá heimsmeistaratitilinn i fyrsta sinn í 24 ár.

Romario bauð sig fram í fyrsta sinn og fékk næstum því 150 þúsund atkvæði í kosningum. Romario hætti að spila fótbolta árið 2008 en þá var hann orðinn 42 ára gamall. Það fengu aðeins fimm þingmenn betri kosningu en Romario sem skoraði 55 mörk í 70 landsleikjum fyrir Brasilíu á sínum tíma.

Helsta baráttumál Romario var að bæta stöðu fáttækra barna í Rio de Janeiro en hann gekk til liðs við brasilíska sósíalista á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×