Enski boltinn

Guðlaugur Victor sá verst klæddi í Liverpool-liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Dean Bouzanis, ástralskur markvörður varaliðs Liverpool, hefur ekki mikið álit á fatastíl Guðlaugs Victors Pálssonar ef marka má viðtal við Bouzanis á Liverpool-síðunni. Bouzanis var beðinn um að velja verst klædda leikmann liðsins og þá stóð ekki á svari.

„Það er Victor Pálsson því hann á verstu fötin sem þú getur fundið í dag. Hann er með göt á buxunum og er alltaf í þessum hryllilegu opnu innískóm. Hann er sá langverst klæddi," sagði Dean Bouzanis.

„Það eru fullt af strákum í liðinu að stríða honum á fötunum hans. Þeir líma líka skónna hans upp á vegg og hengja fötin hans upp allstaðar. Hann má þó eiga það að hann tekur þessu öllu mjög vel enda veit hann hverju er von á þegar hann klæðist þessum flíkum," sagði Bouzanis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×