Fótbolti

Cristiano Ronaldo í hefndarhug á móti Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo segir sig og félaga sína í portúgalska landsliðinu vera staðráðna í að vinna Dani og hefna fyrir slæm úrslit á móti þeim dönsku í síðustu undankeppni. Danir unnu 3-2 sigur á Portúgal í Lissabon í undankeppni HM í Suður-Afríku og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli í Kaupamannahöfn.

„Við þurfum að hefna fyrir margt á móti Dönum. Við vorum miklu betri í báðum leikjunum í síðustu undankeppni en náðum samt ekki að vinna þá. Það kom sér mjög illa fyrir okkur því að við enduðum í 2. sæti riðilsins og þurftum að fara í gegn umspilið þrátt fyrir að vera með besta liðið í riðlinum," sagði Cristiano Ronaldo við danska blaðið BT.

„Við þurfum að vera beittari á móti þeim núna. Ef við ætlum að hefna okkar þá þurfum við að nýta færin okkar. Það er alveg ljóst að danska liðið getur ekki komið í veg fyrir að við fáum færi á þessum 90 mínútum sérstaklega þar sem að við erum að spila á heimavelli," sagði Cristiano Ronaldo.

Portúgalir taka á móti Dönum í Lissabon á föstudaginn en fljúga síðan til Íslands þar sem liðið mætir því íslenska á Laugardalsvellinum eftir eina viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×