Enski boltinn

Hodgson hefur trú á eigin getu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson hefur enn trú á getu sinni sem knattspyrnustjóri þrátt fyrir slæmt gengi Liverpool í upphafi leiktíðar.

Hodgson var ráðinn til Liverpool í sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Fulham.

En Liverpool hefur gengið skelfilega í haust og er nú í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa tapað, 2-1, fyrir Blackpool á heimavelli um helgina.

„Mér var mikið hampað í maí og ég tel ekki að ég hafi tapað neinum hæfileikum þremur mánuðum síðar," sagði Hodgson í samtali við enska fjölmiðla í dag.

„Ég veit að þessi spurning mun verða borin upp en ég tel að fólk sem hefur verið lengi í boltanum ætti að spyrja hennar. Við vitum öll að maður á sín góðu augnablik og slæmu í fótboltanum."

„Ég naut frábærs augnabliks í maí og hér í byrjun október er augnablikið slæmt."

„En ég tel ekki að ég hafi skyndilega breyst eða tapað einhverjum þeim hæfileikum sem hafa þjónað mér svo vel sem þjálfari undanfarin 35 ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×