Enski boltinn

Lampard vill spila eftir landsleikjafríið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard fagnar marki.
Frank Lampard fagnar marki. Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist vona að hann geti spilað á nýjan leik með liðinu eftir að landsleikjafríinu lýkur.

Lampard hefur ekki spilað með Chelsea síðan hann gekkst undir aðgerð vegna kviðslits þann 31. ágúst síðastliðinn.

Hann sagði í útvarpsviðtali í dag að hann eigi enn eftir tvær vikur í endurhæfingu með sjúkraþjálfurum.

„Þetta var ekki bara einfalt kviðslit," sagði Lampard en upphaflega var ekki búist við að hann yrði svona lengi frá.

„Ég var einnig með önnur meiðsli sem höfðu áhrif á þetta og ástandið var því ekki nógu gott. En ég bíð spenntur eftir því að fá að spila aftur enda hræðilegt að þurfa að umgangast mig þegar ég er frá fótboltavellinum í lengri tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×