Ólafur um Hermann, Theodór Elmar og Gunnar Heiðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2010 19:00 Theodór Elmar er aftur kominn í A-landslið karla. Nordic Photos / AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í dag meðal annarra þá Hermann Hreiðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðið á nýjan leik. Á blaðamannafundi KSÍ í dag útskýrði hann af hverju hann kallaði á þá nú. Hermann Hreiðarsson sleit hásin í mars síðastliðnum og hefur verið samningslaus síðan í sumar en þá rann samningur hans við Portsmouth út. „Hermann er byrjaður að æfa á fullu og gerði það fyrir þó nokkrum tíma með Portsmouth. Hann hefur reyndar ekki spilað leik eftir því sem ég best veit. Ég held að hann skrifi undir nýjan samning við Portsmouth í dag, ef ekki í dag þá á morgun." „Þar auðvitað sérstakt að hann sé valinn í landsliðshóp þar sem hann hefur ekki spilað lengi. En ég tel það gríðarlegan styrk fyrir landsliðið að hafa Hermann með, hvort sem hann verður í byrjunarliðinu, á varamannabekknum eða upp í stúku. Þess vegna var hann valinn nú," sagði Ólafur. Theodór Elmar hefur verið að spila sem fastamaður í liði IFK Gautaborgar í Svíþjóð en dró sig úr landsliðinu á síðasta ári. „Menn muna að hann rauk í burtu á sínum tíma í minni óþökk. Alveg frá fyrsta degi síðan það gerðist hefur honum staðið til boða að tala við mig og klára þau mál," sagði Ólafur. „Það er oft þannig að ungir strákar eru femnir við að hringja í þjálfarann en við áttum gott samtal fyrir hálfum mánuði er hann hringdi í mig. Hann iðraðist þess sem hann gerði og lofaði að það muni ekki koma fyrir aftur. Hann er því valinn aftur nú." Og um Gunnar Heiðar, sem nú leikur með Fredrikstad í norsku B-deildinni, hafði hann þetta að segja: „Gunnar Heiðar hefur verið í bulli með sinn feril í eitt eða tvö ár. Hann hefur verið á milli liða og ekki átt upp á pallborðið þar sem hann hefur verið að spila. En hann er nú kominn með fast land og hefur verið að spila með liði sínu í toppbaráttunni í 1. deildinni í Norgi." „Ég hef alltaf haft mikla trú á Gunnari en því miður hefur hann lent í því sem hann hefur lent í. En ég fagna því að hann er byrjaður að spila reglulega aftur. Það er gott fyrir landsliðið." Þess ber að geta að Ólafur missti sjö leikmenn úr síðasta landsliðshópi sínum í U-21 landsliðið sem mætir Skotum tvívegis á næstu dögum. Vegna þessa og meiðsla annarra leikmanna þurfti Ólafur að gera níu breytingar á leikmannahópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í dag meðal annarra þá Hermann Hreiðarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðið á nýjan leik. Á blaðamannafundi KSÍ í dag útskýrði hann af hverju hann kallaði á þá nú. Hermann Hreiðarsson sleit hásin í mars síðastliðnum og hefur verið samningslaus síðan í sumar en þá rann samningur hans við Portsmouth út. „Hermann er byrjaður að æfa á fullu og gerði það fyrir þó nokkrum tíma með Portsmouth. Hann hefur reyndar ekki spilað leik eftir því sem ég best veit. Ég held að hann skrifi undir nýjan samning við Portsmouth í dag, ef ekki í dag þá á morgun." „Þar auðvitað sérstakt að hann sé valinn í landsliðshóp þar sem hann hefur ekki spilað lengi. En ég tel það gríðarlegan styrk fyrir landsliðið að hafa Hermann með, hvort sem hann verður í byrjunarliðinu, á varamannabekknum eða upp í stúku. Þess vegna var hann valinn nú," sagði Ólafur. Theodór Elmar hefur verið að spila sem fastamaður í liði IFK Gautaborgar í Svíþjóð en dró sig úr landsliðinu á síðasta ári. „Menn muna að hann rauk í burtu á sínum tíma í minni óþökk. Alveg frá fyrsta degi síðan það gerðist hefur honum staðið til boða að tala við mig og klára þau mál," sagði Ólafur. „Það er oft þannig að ungir strákar eru femnir við að hringja í þjálfarann en við áttum gott samtal fyrir hálfum mánuði er hann hringdi í mig. Hann iðraðist þess sem hann gerði og lofaði að það muni ekki koma fyrir aftur. Hann er því valinn aftur nú." Og um Gunnar Heiðar, sem nú leikur með Fredrikstad í norsku B-deildinni, hafði hann þetta að segja: „Gunnar Heiðar hefur verið í bulli með sinn feril í eitt eða tvö ár. Hann hefur verið á milli liða og ekki átt upp á pallborðið þar sem hann hefur verið að spila. En hann er nú kominn með fast land og hefur verið að spila með liði sínu í toppbaráttunni í 1. deildinni í Norgi." „Ég hef alltaf haft mikla trú á Gunnari en því miður hefur hann lent í því sem hann hefur lent í. En ég fagna því að hann er byrjaður að spila reglulega aftur. Það er gott fyrir landsliðið." Þess ber að geta að Ólafur missti sjö leikmenn úr síðasta landsliðshópi sínum í U-21 landsliðið sem mætir Skotum tvívegis á næstu dögum. Vegna þessa og meiðsla annarra leikmanna þurfti Ólafur að gera níu breytingar á leikmannahópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira