Íslenski boltinn

Stjörnumenn í þýskum sjónvarpsþætti - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnumenn fagna hér marki á heldur hefðbundinn máta.
Stjörnumenn fagna hér marki á heldur hefðbundinn máta.
Fjórir leikmenn Stjörnunnar fóru til Þýskalands um helgina þar sem þeir voru gestir í þætti þýskrar sjónvarpsstöðvar, ZDF.

Þátturinn heitir Sportstudio og er vinsæll íþróttaþáttur. Umfjöllunarefnið var vitanlega óvenjuleg tilþrif leikmanna Stjörnunnar þegar þeir hafa fagnað mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.

Þeir Bjarki Páll Eysteinsson, Halldór orri Björnsson, Daníel Laxdal og Jóhann Laxdal voru gestir þáttarins.

Þá hluta af þættinum sem Stjörnumenn voru til umfjöllunar má sjá hér og hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×