Handbolti

Dagur fékk nýjan samning hjá Füchse Berlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Nordic Photos / Bongarts

Dagur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin. Nýi samningurinn gildir til loka tímabilsins 2013.

Füchse hefur byrjað frábærlega á tímabilinu og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu sex umferðirnar.

„Ég hef ekki lokið mínu verki hjá félaginu þó svo að það sé gott að njóta þess að vera í efsta sæti deildarinnar eins og er," sagði Dagur við þýska fjölmiðla.

Füchse Berlin mætir næst Grosswallstadt á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×