Fleiri fréttir

Webber spáð meistaratitlinum

Flavio Briatore, umbosðsmaður Flavio Briatore spáir honum meistaratitlinum í Formúlu 1 og telur að hann geti staðið af sér atlögur Sebastian Vettel og Jenson Button , Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum

Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum.

Umfjöllun : Öruggur sigur í Grindavík

Leik Grindvíkinga og Fram lauk með öruggum sigri heimamanna í kvöld 3-0. Sigurinn hefði getað orðið stærri og það munaði um að það vantaði fjóra lykilleikmenn í lið Fram.

Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni

KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga.

Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna

FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV.

Adebayor vill spila fyrir Juventus

„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Allenby meiddist við fiskiveiðar

Robert Allenby eyddi tveimur vikum á fullum krafti á líkamsræktarstöðvum og golfvellinum til að gera sig kláran fyrir síðasta stórmót ársins. Saklaus veiðiferð kemur þó í veg fyrir að hann geti tekið þátt.

Hrafn Kristjánsson þjálfar bæði karla- og kvennalið KR

KR-ingar hafa loksins fundið sér þjálfara fyrir karlaliðið sitt í körfuboltanum. Hrafn Kristjánsson hefur samþykkt að þjálfa báða meistaraflokka KR samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Hrafn mun skrifa undir samning í kvöld og hitta karlaliðið á leikmannafundi strax á eftir.

Ancelotti: Erum ekki tilbúnir í slaginn

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sitt lið eigi enn talsvert í land. Liðið mætir WBA í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 14. ágúst.

Vidic: Ég vildi aldrei fara

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United var orðaður við Real Madrid og Manchester City í sumar. Hann segist þó aldrei hafa viljað yfirgefa herbúðir Rauðu djöflanna.

Özil og Trochowski orðaðir við United

Manchester United er sagt enn eiga góðan möguleika á því að fá þýsku landsliðsmennina Mesut Özil og Piotr Trochowski til liðs við félagið.

Liverpool vill fá Brad Jones

Liverpool hefur lagt fram tilboð í ástralska markvörðinn Brad Jones hjá Middlesbrough. Þessu er haldið fram á fréttavef Sky Sports í dag.

Mourinho vill tvo leikmenn til viðbótar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, vill fá tvo leikmenn til viðbótar til liðs við félagið áður en tímabilið hefst í spænsku úrvalsdeildinni.

Chelsea búið að semja um kaupverð á Ramires

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Brasilíumaðurinn Ramires gangi til liðs við Englandsmeistara Chelsea eftir að félagið samdi um kaupverð á kappanum við Benfica frá Portúgal.

Everton vann Everton

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton bar í gær sigurorð af Everton frá Chile í æfingaleik í gær, 2-0.

Cole og Gerrard gætu spilað í kvöld

Roy Hodgson hefur gefið í skyn að þeir Joe Cole og Steven Gerrard muni spila með Liverpool í leik liðsins gegn Rabotnicki í forkeppni Evrópudeild UEFA í kvöld.

Frumsýning Miami Heat liðsins verður í Boston

Fyrsti alvöru leikur Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh saman með Miami Heat liðinu verður í Boston 26. október næstkomandi en NBA-deildin hefur gefið út stærstu leiki komandi tímabils. Sumir leikmenn Boston hafa verið að gera lítið úr möguleikum ofurþríeykisins í Miami til að vinna Austurdeildina á fyrsta tímabili og þurfa því að standa við stóru orðin strax í fyrsta leik.

King að verða klár fyrir fyrsta leik

Miðvörðurinn Ledley King lék hálfleik í æfingaleik með Tottenham í gær og er búist við því að hann verði orðinn klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

Þriðja tap Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu

Chelsea tapaði í dag 2-1 fyrir þýska liðinu Hamburger SV í æfingaleik liðanna í Hamburg. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu en liðið hafði áður tapað 1-2 fyrir Eintracht Frankfurt á sunnudaginn og 1-3 fyrir Ajax í síðustu viku.

Umfjöllun: Blikar niðurlægðu Valsmenn

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum.

Jovetic frá í hálft ár

Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Klasnic búinn að skrifa undir hjá Bolton

Króatíski sóknarmaðurinn Ivan Klasnic hefur ritað nafn sitt undir samning við Bolton til tveggja ára. Klasnic var frjáls ferða sinna eftir að samningur hans við Nantes í Frakklandi var ekki endurnýjaður.

Ian Rush: Hodgson hefur komið með ferska vinda

Goðsögnin geðþekka Ian Rush er hæstánægður með að Roy Hodgson haldi um stjórnartaumana á Anfield. Hann segir að koma Hodgson komi með léttara og skemmtilegra andrúmsloft til félagsins.

Viðræður um yfirtöku á Blackburn

Liverpool er ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er til sölu en eigendur Blackburn eiga nú í viðræðum við áhugasama aðila um kaup á félaginu.

Hamilton: Ekki rétti tíminn fyrir sumarfrí

Formúlu 1 lið fá kærkomið tveggna vikna frí í ágúst, þar sem bækistöðum liðanna verður meira og minna lokað. Lewis Hamilton er þó ekki hrifinn af frí á þessum tíma, sérstaklega ekki í ljósi þess að bíll hans bilaði um síðustu helgi.

Benayoun með betri leikskilning en Cole

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun muni gera betri hluti hjá liðinu en Joe Cole. Miðað við orð hans var hann óánægður með að Cole hlýddi ekki tilskipunum.

Sunderland vill fá Hart lánaðan

Craig Gordon, markvörður Sunderland, er á meiðslalistanum og félagið leitar að manni til að fylla hans skarð. Það hefur sent inn ósk til Manchester City um að fá Joe Hart lánaðan.

Gengi Englands að hluta til deildinni að kenna

Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku deildakeppninnar, viðurkennir að það sé að hluta til ensku úrvalsdeildinni að kenna hve illa enska landsliðinu vegnaði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir