Enski boltinn

Everton vann Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Beckford í leiknum í gær.
Jermain Beckford í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton bar í gær sigurorð af Everton frá Chile í æfingaleik í gær, 2-0.

Það voru þeir Jermaine Beckford og Diniyar Bilyaletdinov sem skoruðu mörk þeirra ensku í síðari hálfleik í leiknum í gær.

Everton de Vina del Mar var skírt í höfuðið á enska félaginu þegar það var stofnað árið 1909. Þá hafði Everton verið á ferðalagi um Suður-Afríku.

Beckford kom til Everton í sumar frá Leeds þar sem hann hafði slegið í gegn en Beckford hóf feril sinn með utandeildarliði Wealdstone árið 2003, tvítugur að aldri, þar sem hann var í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×