Enski boltinn

Þriðja tap Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heung Min Son skorar hér sigurmarkið í leiknum í dag.
Heung Min Son skorar hér sigurmarkið í leiknum í dag. Mynd/Getty Images
Chelsea tapaði í dag 2-1 fyrir þýska liðinu Hamburger SV í æfingaleik liðanna í Hamburg. Þetta var þriðji tapleikur Chelsea-liðsins í röð á undirbúningstímabilinu en liðið hafði áður tapað 1-2 fyrir Eintracht Frankfurt á sunnudaginn og 1-3 fyrir Ajax í síðustu viku.

Frank Lampard kom Chelsea í 1-0 í leiknum á 23. mínútu eftir sendingu frá Michael Essien og þannig var staðan þar til á 72. mínútu þegar Mladen Petric jafnaði leikinn eftir varnarmistök Yury Zhirkov. Það var síðan 18 ára varamaður frá Suður-Kóreu, Heung Min Son, sem tryggði Hamburger SV sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok.

Næsti leikur Chelsea-liðsins er á móti Manchetser United um næstu helgi í leiknum um góðgerðaskjöldinn en það gladdi örugglega stuðningsmenn liðsins að sjá Didier Drogba snúa til baka og spila allan seinni hálfleikinn í þessum leik í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×