Enski boltinn

Chelsea búið að semja um kaupverð á Ramires

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ramires í leik með brasilíska landsliðinu.
Ramires í leik með brasilíska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Brasilíumaðurinn Ramires gangi til liðs við Englandsmeistara Chelsea eftir að félagið samdi um kaupverð á kappanum við Benfica frá Portúgal.

Benfica staðfesti í gær að félögin hefðu átt í viðræðum um Ramires og að kaupverðið væri 22 milljónir evra.

Ramires mun nú semja um kaup og kjör við Chelsea áður en gengið verður frá félagaskiptunum.

Chelsea mætir Manchester United í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn um helgina og er líklegt að Ramires verði gjaldgengur með Chelsea í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×