Enski boltinn

Gengi Englands að hluta til deildinni að kenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Richard Scudamore.
Richard Scudamore.

Richard Scudamore, framkvæmdastjóri ensku deildakeppninnar, viðurkennir að það sé að hluta til ensku úrvalsdeildinni að kenna hve illa enska landsliðinu vegnaði á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

„Það er algengt að benda á fjölda erlendra leikmanna í deildinni sem ástæðu fyrir slöku landsliði. Við munum taka hluta af þessari ábyrgð sem er sett á landsliðsþjálfarann," sagði Scudamore. „En þegar á hólminn er komið eru það ekki við sem veljum liðið eða skipuleggjum það. Það er því ómögulegt að taka alla ábyrgðina."

Talað er um ensku úrvalsdeildina sem bestu deildarkeppni heims en það virðist ekki bæta landslið þjóðarinnar. Á síðasta tímabili voru aðeins 42% leikmanna deildarinnar gjaldgengir með enska landsliðinu.

„Við þurfum að vera fullvissir um að uppbyggingastarf okkar sé að framleiða nægilega marga leikmenn á heimsklassa. Við verðum samt að vera raunsæir, við erum bara lítil eyja. Ég held að það séu um 217 þjóðir innan FIFA, það eru ansi margir sem spila fótbolta og England á ekki að eiga áskrift á að vinna öll mót," sagði Scudamore.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×