Enski boltinn

Messi: United sér eftir því að hafa leyft Tevez að fara

Elvar Geir Magnússon skrifar

Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, segist viss um að Manchester United sjái eftir því að hafa leyft Carlos Tevez að ganga til liðs við erkifjendurna í Manchester City.

„Ég er viss um að United og Ferguson sjái eftri því að hafa leyft Carlitos að fara, ef þeir hefðu sýnt honum meiri virðingu væri hann enn hjá þeim," segir Messi.

„Peningar voru aldrei málið hjá Carlitos, þetta snerist um virðingu og tilfinninguna um að starf hans væri metið rétt. Sannleikurinn er sá að United lét hann finnast hann vera óþarfur á meðan City gerði allt til að fá hann."

„Þetta snýst ekki um peninga heldur mannlega tilfinningu, að finnast sem maður sé mikils metinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×