Enski boltinn

Liverpool vill fá Brad Jones

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brad Jones í leik með Middlesbrough.
Brad Jones í leik með Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur lagt fram tilboð í ástralska markvörðinn Brad Jones hjá Middlesbrough. Þessu er haldið fram á fréttavef Sky Sports í dag.

Roy Hodgson er sagður vilja fá öflugan markvörð sem getur leyst Pepe Reina af hólmi þegar þess gerist þörf.

Jones var valinn í HM-hóp Ástrala í sumar en fór aftur til síns heima eftir að ungur sonur hans greindist með hvítblæði.

Talið er líklegt að Boro þurfi að finna sér nýjan markvörð í stað Jones ef af félagaskiptunum verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×