Enski boltinn

King að verða klár fyrir fyrsta leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
King getur lítið æft vegna meiðsla.
King getur lítið æft vegna meiðsla.

Miðvörðurinn Ledley King lék hálfleik í æfingaleik með Tottenham í gær og er búist við því að hann verði orðinn klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

King þarf að fara varlega í sakirnar og getur ekki æft af sama krafti og aðrir leikmenn vegna sífelldra meiðsla í hné.

King segir það ansi ljúft að hafa geta stigið inn á fótboltavöllinn á ný en hann gat lítið spilað með enska landsliðinu á HM í sumar. Hann vonast til að taka þátt í æfingaleik Tottenham gegn Fiorentina næsta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×