Enski boltinn

Cole og Gerrard gætu spilað í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Liverpool um helgina.
Joe Cole í leik með Liverpool um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson hefur gefið í skyn að þeir Joe Cole og Steven Gerrard muni spila með Liverpool í leik liðsins gegn Rabotnicki í forkeppni Evrópudeild UEFA í kvöld.

Liverpool vann fyrri leik liðanna í Makedóníu, 2-0, og er því í góðri stöðu fyrir kvöldið.

„Ég mun stilla upp því sterkasta liði sem ég hef völ á," sagði Hodgson í samtali við enska fjölmiðla í gær.

Auk Cole og Gerrard gæti verið að þeir Jamie Carragher og Maxi Rodriguez verði með Liverpool í kvöld.

Hins vegar munu þeir Fernando Torres, Jose Reina, Dirk Kuyt og Ryan Babel ekki spila með enda nýbyrjaðir að æfa eftir sumarfrí.

Cole, Gerrard og Carragher komu allir við sögu í æfingaleik Liverpool gegn Borussia Mönchengladbach um helgina.

„Á pappírnum erum við sterkari nú en í fyrsta leiknum því leikmenn sem ég íhugaði ekki að nota þá fengu að spila í minnst 45 mínútur á sunnudaginn," bætti Hodgson við. „Það gefur mér möguleika á að láta þá spila í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×