Enski boltinn

Fabregas með bros á vör á æfingu Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas með bros á vör.
Fabregas með bros á vör.

Íþróttafréttamenn hafa fengið að skrifa nafn Cesc Fabregas oftar í sumar en góðu hófi gegnir.

Hann hefur sterklega verið orðaður við stórlið Barcelona en á Spáni gera menn allt sem hægt er til að fá leikmanninn heim frá Arsenal.

Fabregas mætti aftur til æfinga hjá Arsenal í morgun eftir sumarfrí og var svo sannarlega í besta skapi. Þrátt fyrir allar sögusagnirnar um að hann sé ósáttur og vilji ólmur fara til Börsunga.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, neitar að fara í viðræður um sölu á Fabregas en á æfingunni í morgun fór vel á með þeim tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×