Fótbolti

Enginn í HM-hópi Frakka í fyrsta landsliðshópi Blanc

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laurent Blanc, til hægri.
Laurent Blanc, til hægri. Nordic Photos / AFP
Laurent Blanc hefur tilkynnt franska landsliðshópinn sem mætir Noregi í æfingaleik á miðvikudaginn næstkomandi.

Eins og búist var við valdi Blanc engann leikmann sem var með franska landsliðinu á HM í Suður-Afríku í sumar.

Frakkar stóðu sig hræðilega á HM en verður þó helst minnst fyrir dramatíkina utan vallar sem náði hámarki þegar að Nicolas Anelka var rekinn heim fyrir að hnakkrífast við þjálfarann Raymond Domenech.

Blanc tók við franska landsliðinu í sumar. Hann valdi til að mynda Karim Benzema í liðið nú þrátt fyrir að hann hafi nýlega verið ákærður fyrir að hafa keypt sér þjónustu vændiskonu sem hafði ekki náð lögaldri.

Þá valdi hann einnig Samir Nasri í hópinn en hann var óvænt skilinn útundan hjá Domenech í sumar.

Hópurinn:

Markverðir: Douchez (Rennes), Ruffier (Monaco).

Varnarmenn: Cissokho (Lyon), Debuchy (Lille), Fanni (Rennes), Mexes (Roma), Rami (Lille), Sakho (PSG), Tremoulinas (Bordeaux).

Miðvallarleikmenn: Cabaye (Lille), L. Diarra (Real Madrid), Matuidi (Saint-Etienne), Mvila (Rennes), N'Zogbia (Wigan Athletic), Nasri (Arsenal), M. Sissoko (Toulouse).

Sóknarmenn: Ben Arfa (Marseille), Benzema (Real Madrid), Briand (Lyon), Hoarau (PSG), Ménez (Roma), Remy (Nice)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×