Enski boltinn

Vidic: Ég vildi aldrei fara

Elvar Geir Magnússon skrifar
AFP

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United var orðaður við Real Madrid og Manchester City í sumar. Hann segist þó aldrei hafa viljað yfirgefa herbúðir Rauðu djöflanna.

„Það var ýmislegt rætt og ritað í fjölmiðlum en ég kippti mér ekki upp við það. Ég sagðist aldrei vilja fara. Ég er ánægður hér og vissi að ég yrði hérna áfram," sagði Vidic sem skrifaði undir nýjan samning við United nýlega.

Vidic er 28 ára og hefur verið í herbúðum United síðan 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×