Enski boltinn

Viðræður um yfirtöku á Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Blackburn fagna marki á síðustu leiktíð.
Leikmenn Blackburn fagna marki á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool er ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem er til sölu en eigendur Blackburn eiga nú í viðræðum við áhugasama aðila um kaup á félaginu.

Blackburn skuldar í dag um 20 milljónir punda og segir núverandi stjórnarformaður, John Williams, að þó nokkrir aðilar hafi áhuga á félaginu.

Viðræður eru nú í gangi en meðal þeirra sem eru sagðir vilja kaupa Blackburn er fjárfestingarfélagið Western Gulf Advisory sem hefur aðsetur bæði í Bahrain og Sviss.

Ahasan Ali Syed fer fyrir félaginu en hann er 36 ára lögfræðingur sem stundaði nám í London. Hann er sagður hafa lofað því að hreinsa upp skuldir félagsins og leggja 300 milljónir punda í það til að viðhalda rekstrinum næstu árin.

Reglulega hafa borist fregnir af áhugasömum kaupendum á Blackburn undanfarin þrjú ár en þó hefur ekkert orðið af sölu félagsins enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×