Enski boltinn

Sunderland vill fá Hart lánaðan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Hart með Birmingham í fyrra.
Joe Hart með Birmingham í fyrra.

Craig Gordon, markvörður Sunderland, er á meiðslalistanum og félagið leitar að manni til að fylla hans skarð. Það hefur sent inn ósk til Manchester City um að fá Joe Hart lánaðan.

Hart er að berjast um markmannsstöðuna hjá City við Shay Given en hefur sagt að hann sé tilbúinn að fara á lán ef hann vinnur ekki þá samkeppni.

Hart ert 23 ára og var í fyrra á lánssamningi hjá Birmingham þar sem hann lék á alls oddi og var valinn leikmaður tímabilsins hjá liðinu. Hann var einn af þremur markvörðum enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar en fékk ekki að spreyta sig á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×