Enski boltinn

Þýsku liðin að fara illa með ensku stórliðin þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shinji Kagawa skoraði fyrir Borussia Dortmund á móti Manchester City í kvöld.
Shinji Kagawa skoraði fyrir Borussia Dortmund á móti Manchester City í kvöld. Mynd/AFP
Liverpool, Chelsea og Manchester City hafa öll tapað sínum leikjum á móti þýskum liðum undanfarna daga. Manchester City bættist í hópinn eftir 3-1 tap á móti Borussia Dortmund í kvöld.

Lucas Barrios kom Borussia Dortmund í 1-0 með marki úr vítaspyrnu eftir 9 mínútur en Jo Silva jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar eftir sendingu frá Shaun Wright-Phillips.

Joe Hart varði víti frá Lucas Barrios í lok fyrri hálfleiksins en í þeim seinni innsigluðu Shinji Kagawa og Robert Lewandowski 3-1 sigur Dortmund.

Chelsea hafði áður tapað 1-2 fyrir Hamburger SV í dag og bæði Chelsea og Liverpool töpuðu á móti þýskum liðum á sunnudaginn.

Töp Chelsea og Manchester City í dag þýða því að þýsk lið hafa unnið alla fimm leiki sína á móti Liverpool, Chelsea og Manchester City á þessu undirbúningstímabili. Markatalan í þessum fimm leikjum er 9-3 þýsku liðunum í vil.



Leikir enskra liða á móti þýskum liðum á undirbúningstímabilinu:


Chelsea

1. ágúst Eintracht Frankfurt 1-2 tap

4. ágúst Hamburger SV 1-2 tap

Manchester City

4.ágúst Borussia Dortmund 1-3 tap

Liverpool

24. júlí Kaiserslautern 0-1 tap

1.ágúst Borussia Dortmund 0-1 tap








Fleiri fréttir

Sjá meira


×