Enski boltinn

Benayoun með betri leikskilning en Cole

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yossi Benayon í leik með Liverpool.
Yossi Benayon í leik með Liverpool.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun muni gera betri hluti hjá liðinu en Joe Cole. Miðað við orð hans var hann óánægður með að Cole hlýddi ekki tilskipunum.

„Joe Cole er vissulega sneggri en Benayoun en Yossi er með betri leikskilning. Hann skilur hvað ég segi við hann. Yossi er mjög snjall leikmaður og veit allt um leikinn," segir Ancelotti.

Cole yfirgaf herbúðir Chelsea í sumar og hélt til Liverpool en Benayoun fór einmitt öfuga leið. „Cole og Benayoun eru mjög ólíkir leikmenn og allir hafa sína skoðun en við erum allavega mjög ánægðir með að hafa fengið Yossi til Chelsea," segir Ancelotti.

Benayoun var keyptur á 5,5 milljónir punda frá Liverpool og mun leika sinn fyrsta alvöru leik fyrir Chelsea á sunnudaginn þegar liðið etur kappi við Manchester United um Samfélagsskjöldinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×