Enski boltinn

Mourinho vill tvo leikmenn til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid.
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid. Nordic Photos / AFP
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, vill fá tvo leikmenn til viðbótar til liðs við félagið áður en tímabilið hefst í spænsku úrvalsdeildinni.

Real Madrid hefur þegar keypt nokkra leikmenn í sumar, til að mynda þá Angel di Maria, Pedro Leon og Sami Khedira.

„Ég held að félagið geti útvegað mér einn varnarmann til viðbótar en það er erfitt að finna hæfileikaríka leikmenn og efnilega unga leikmenn," sagði Mourinho við fjölmiðla í Portúgal.

„Ég myndi líka vilja fá annan sóknarmann til félagsins og myndi ég taka honum fagnandi."

„Ég get stillt upp Gonzalo Higuain og Karim Benzema í miðri sókninni og reyndar gæti Cristiano Ronaldo líka sinnt því hlutverki. En ég myndi frekar kjósa að hafa hann í frjálsara hlutverki á vellinum. Þess vegna væri ég til í að vera með einhvern einn til viðbótar - við skulum sjá hvort að það sé möguleiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×