Enski boltinn

Ian Rush: Hodgson hefur komið með ferska vinda

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roy Hodgson hefur komið með betra andrúmsloft á Anfield.
Roy Hodgson hefur komið með betra andrúmsloft á Anfield.

Goðsögnin geðþekka Ian Rush er hæstánægður með að Roy Hodgson haldi um stjórnartaumana á Anfield. Hann segir að koma Hodgson komi með léttara og skemmtilegra andrúmsloft til félagsins.

„Fyrir nokkrum vikum las maður bara neikvæðar fréttir um félagið. En Hodgson hefur komið með ferska og jákvæða vinda. Hann hefur þegar náð að sýna hversu fær knattspyrnustjóri hann er," segir Rush.

„Fyrst kom Cole og svo fékk hann Gerrard og Torres til að vera áfram. Þetta hafa verið frábærar vikur fyrir félagið. Stuðningsmenn eru nú bjartsýnir fyrir tímabilið sem er að bresta á."

Rush skoraði ófá mörkin fyrir Liverpool á sínum tíma og er hæstánægður með að Fernando Torres verði áfram í búningi félagsins. „Hann er uppáhald stuðningsmanna og veit hvað þeim finnst um hann. Að hann vilji vera hér áfram gefur öllum kraft. Hann hefur frábæra hæfileika og þegar hann er heill getur Liverpool unnið öll lið," segir Rush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×