Fleiri fréttir

Kubica fljótastur á lokaæfingunni

Pólverjinn Robert Kubica var sneggstur allra á lokaæfingu keppnisliða í Mónakó í morgun á Renault. Hann varð aðeins 0.046 sekúndum á undan Felipe Massa á Ferrari, en Mark Webber á Red Bull varð þriðji.

Berbatov: Get ekki alltaf verið glottandi eins og vitleysingur

Dimitar Berbatov er staðráðinn í að reyna sanna sig fyrir Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, þótt að hann sé viss um að það verði keyptur nýr framherji á Old Trafford í sumar. Hann segist þó ekki geta breytt framkomu sinni inn á vellinum sem sumir túlka sem þunglyndni og leti.

Borgarstjórinn í New York: LeBron myndi elska það að búa í New York

Michael Bloomberg, borgarstjórinn í New York City, lét hafa það eftir sér í dag að ef LeBron James myndi leita ráða hjá honum þá myndi hann gera allt til þess að selja honum þá hugmynd að koma til New York borgar til að spila með annaðhvort New York Knicks eða verðandi Brooklyn Nets (nú New Jersey Nets).

Evra vill mæta Englandi úrslitaleiknum og vinna

Frakkinn Patrice Evra, leikmaður Man. Utd, segir að draumur sinn sé að mæta Englendingum í úrslitum HM. Hann er ósáttur við tímabilið hjá Man. Utd en segir hugsunina um HM halda sér gangandi.

Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap

Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn.

Breiðholtsliðin Leiknir og ÍR með fullt hús á toppi 1. deildar karla

Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir, eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í 1. deild karla í fótbolta, eftir sigra í sínum leikjum í kvöld. Víkingur, KA og HK unnu einnig sína leiki í fyrstu umferð en náðu ekki að fylgja þeim sigrum eftir í kvöld.

Viðar Örn kominn heim á Selfoss - hlutfall heimamanna hækkar enn

Viðar Örn Kjartansson hefur ákveðið að snúa heim á Selfoss og spila með liðinu í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið hjá ÍBV síðasta sumar. Þetta kemur fram á netsíðu sunnlenska fréttablaðsins í kvöld. Hinn tvítugi Selfyssingur sleit krossbönd á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 2 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni.

Fyrsta stig Gróttu í næstefstu deild kom í hús fyrir norðan

Magnús Bernhard Gíslason tryggði Gróttu sitt fyrsta stig frá upphafi í næstefstu deild þegar hann jafnaði metin á móti KA í leik liðanna á Þórsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í annarri umferð en fjórir aðrir leikir eru í gangi þessa stundina.

Henry sagður hafa samið við Red Bulls

Spænskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að franski framherjinn Thierry Henry sé búinn að semja við bandaríska liðið New York Red Bulls.

Wilson á leið til Liverpool

Fullyrt er í enskum fjölmiðlum í morgun að Liverpool sé á góðri leið með að klófesta Danny Wilson, leikmann Glasgow Rangers, fyrir 2,5 milljónir punda.

Ívar búinn að gera nýjan eins ára samning við Reading

Ívar Ingimarsson er búinn að framlengja samning sinn við enska b-deildarliðið Reading um eitt ár en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld. Ívar hefur leikið með félaginu frá árinu 2003 og var fyrirliði liðsins á þessu tímabili.

Framtíð Fabregas skýrist fyrir HM

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hefur gefið það út að hann vilji fá sín framtíðarmál á hreint áður en hann heldur með spænska landsliðinu á HM í Suður-Afríku.

Capello íhugar að skipta um leikkerfi

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, íhugar þessa dagana að spila með þrjá miðverði á HM. Það veltur mikið á því hvort Gareth Barry getur spilað með liðinu á HM eður ei.

Ásdís Hjálmsdóttir í beinni á SVT 2 á Digital Ísland

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir verður meðal keppenda á fyrsta mótinu í Demantamótaröðinni sem fram fer í Katar í dag. Ásdís hefur keppni klukkan 16.40 og það er hægt að sjá beina útsendingu frá mótinu á SVT 2 sem næst á stöð 73 á Digital Íslandi.

Blíðkuðu þingfulltrúa FIBA Europe með hraunmolum úr Eyjafjallajökli

Ólafur Rafnsson og fulltrúar KKÍ á ársþingi FIBA Europe áttu sérstakt útspil þegar þingið var sett í morgun en Ólafur er eins og menn vita í framboði til forseta FIBA Europe og keppir þar við Turgay Demirel, forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe.

Foster á leið til Birmingham

Manchester United hefur samþykkt tilboð Birmingham í markvörðinn Ben Foster og því fátt sem getur komið í veg fyrir að hann fari til félagsins.

Ólafur: Ekki erfið ákvörðun

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn. Hann mun ganga í raðir liðsins sumarið 2011 en verður lánaður til FH í vetur þar sem hann leikur einmitt núna.

Ólafur Guðmundsson samdi við AG

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið AG Kaupmannahöfn.

Aftur frestað hjá Fjarðabyggð

Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Neestrup og Bjarki komnir í FH

Þeir Jacob Neestrup og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson eru báðir gengnir til liðs við FH og eru komnir með leikheimild hjá félaginu.

Ancelotti spenntur fyrir Torres

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hann væri spenntur fyrir því að fá Fernando Torres til liðs við félagið.

Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar

Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun.

Boston sló Cleveland úr leik

Boston Celtics er komið áfram í úrslit Austurstrandarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur á Cleveland á heimavelli í nótt, 94-85. Boston var þar með einvígi liðanna samtals 4-2.

Rooney vill gerast þjálfari eftir að ferlinum lýkur

Wayne Rooney segir að hann vilji snúa sér að þjálfun þegar að ferli hans sem leikmaður lýkur. Þetta sagði hann þegar hann tók við verðlaunum samtaka fótboltablaðamanna á Englandi í kvöld.

Markalaust hjá IFK Gautaborg

Íslendingaliðið IFK Gautaborg gerði í dag markalaust jafntefli við Örebro á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Beckham heilsaði upp á félaga sína hjá Milan

David Beckham mætti mjög óvænt á æfingu hjá AC Milan í dag en hann mætti þangað til þess að hvetja fyrrum félaga sína til dáða fyrir lokaleik liðsins gegn Juventus.

Schumacher og Rosberg bjartsýnir

Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur.

Mourinho: Ég mun þjálfa Real Madrid

Portúgalski þjálfarinn José Mourinho heldur áfram að halda forráðamönnum Inter á tánum en hann hefur nú sagt að hann muni þjálfa Real Madrid fyrr frekar en síðar.

Engin eftirsjá hjá Maradona

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, sér ekki eftir því að hafa skilið Inter-mennina Esteban Cambiasso og Javier Zanetti eftir heima fyrir HM og ætlar svo sannarlega ekki að biðjast afsökunar á vali sínu eins og einhverjir hafa farið fram á.

Sjá næstu 50 fréttir