Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 22:45 Rooney var farsæll leikmaður en hefur ekki alveg fundið sig í þjálfun. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney var hluti af einu sigursælasta knattspyrnuliði Englands um árabil þegar ekkert virðist fá Manchester United stöðvað. Hann segir að tölvuleikir hafi gert öfluga leikmenn enn samheldnari. Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira