Enski boltinn

Framtíð Fabregas skýrist fyrir HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hefur gefið það út að hann vilji fá sín framtíðarmál á hreint áður en hann heldur með spænska landsliðinu á HM í Suður-Afríku.

Fabregas er þráfaldlega orðaður við Barcelona en hann ólst upp hjá félaginu en fór frá Börsungum yfir til Arsenal árið 2003. Hann er samningsbundinn Arsenal til ársins 2014.

„Áður en ég fer á HM vil ég hafa allt klárt. Það hjálpar engum ef ég fer á HM og mín mál liggja ekki fyrir," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×