Fótbolti

Evra vill mæta Englandi úrslitaleiknum og vinna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra vill vinna félaga sína Rooney og Rio í úrslitum HM.
Evra vill vinna félaga sína Rooney og Rio í úrslitum HM. Nordic Photos/Getty Images

Frakkinn Patrice Evra, leikmaður Man. Utd, segir að draumur sinn sé að mæta Englendingum í úrslitum HM. Hann er ósáttur við tímabilið hjá Man. Utd en segir hugsunina um HM halda sér gangandi.

„HM er það eina sem fær mig til þess að brosa þessa dagana. Ég hitti franska landsliðið á morgun. Ég mun gefa mitt besta fyrir franska landsliðið eins og ég geri í hverri viku fyrir Man. Utd," sagði Evra.

„Ég er að vonast til þess að við vinnum HM. Ég vil mæta Englendingum í úrslitum og vinna þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×