Enski boltinn

Wilson á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Wilson í leik með Rangers.
Danny Wilson í leik með Rangers. Nordic Photos / AFP

Fullyrt er í enskum fjölmiðlum í morgun að Liverpool sé á góðri leið með að klófesta Danny Wilson, leikmann Glasgow Rangers, fyrir 2,5 milljónir punda.

Wilson er aðeins átján ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Rangers. Walter Smith, stjóri Rangers, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um að fá hann til að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Dagblaðið Liverpool Echo heldur því fram í dag að gengið verði frá félagaskiptunum þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í júní næstkomandi.

Wilson sló í gegn í skosku úrvalsdeildinni og var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar af leikmönnum sem og samtökum fótboltablaðamanna.

Félagi hans í vörn Rangers, Alsíringurinn Madjid Bougherra, er einnig sagður áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og vill þá helst komast til Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×