Fleiri fréttir

Nýjar reglur UEFA takmarka leikmannakaup og ofurlaun

Félögin í ensku úrvalsdeildinni þurfa að lækka laun leikmanna sinna verulega og hætta að eyða umfram eignir eigenda sinna til að standast nýjar reglur sem UEFA mun kynna á morgun. Þær heita „Financial Fair Play“ sem gæti útleggst sem sanngirni í fjármálum.

Superbowl árið 2014 utandyra um miðjan vetur

Það er oft mikill kuldi í New York á veturna. Eigendur NFL-liðanna ákváðu samt að kjósa um að Superbowl leikurinn árið 2014 færi fram þar, á nýjum og stórkostlegum leikvangi.

Sér eftir að hafa selt Liverpool til Gillett og Hicks

Maðurinn sem seldi Liverpool til George Gillett og Tom Hicks, David Moores, sér eftir því að hafa selt Bandaríkjamönnunum klúbbinn. Gillett og Hicks eru líklega óvinsælustu mennirnir í Liverpool um þessar mundir.

Eyþór í banni gegn Blikum

Eyþór Helgi Birgisson, einn besti leikmaður ÍBV, verður í leikbanni gegn Blikum á sunnudaginn kemur. Þá leikur ÍBV sinn fyrsta heimaleik í sumar.

KR-ingar bíða enn eftir fyrsta sigrinum - myndasyrpa

KR-ingar eru enn ekki búnir að vinna leik í Pepsi-deild karla eftir markalaust jafntefli við Keflavík á KR-vellinum í gærkvöldi en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar náði fyirr vikið tveggja stiga forskot á toppnum.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Vals gegn stigalausum Grindvíkingum

Valur vann sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með góðum útisigri gegn Grindavík í kvöld, 1-2. Þar með náðu Valmenn að hífa sig upp töfluna í Pepsi-deildinni en Grindvíkingar sitja sem fastast stigalausir á botninum.

Ótrúlegur endasprettur hjá TV Grosswallstadt

Þórir Ólafsson, Heiðmar Felixsson og félagar í TuS N-Lübbecke fóru illa með vænlega stöðu á lokamínútunum í 30-32 tapi á móti Grosswallstadt á heimavelli sínum í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viktor meiddist ekki eftir tæklingu Bjarna

Viktor Bjarki Arnarsson fór meiddur af velli í leiknum gegn Keflavík í kvöld. Það gerðist strax eftir harkalega, en löglega, tæklingu frá Bjarna Hólm Aðalsteinssyni en það var ekki vegna hennar sem Viktor fór af velli.

Lúkas Kostic: Við vinnum okkur út úr þessu

„Ég held að ég hafi ekki séð það svartara,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindvíkinga eftir 1-2 tap sinna manna gegn Val á Grindavíkurvelli í kvöld. Enn á ný voru það varnarmistök sem kostuðu Grindvíkinga stig og sitja þeir stigalausir á botninum eftir fjórar umferðir.

Gunnlaugur: Fáum aukið sjálfstraust með þessum sigri

„Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er í skýjunum með fyrsta sigurinn,“ sagði Gunnlaugur Jónsson eftir góðan 1-2 útisigur sinna manna í Val gegn Grindavík í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Gunnlaugs meðValsliðinu og telur að sigurinn geti reynst mikilvægur fyrir framhaldið.

Guðjón Árni: Sáttir með stigið

„Þetta var gott stig á erfiðum útivelli," sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir 0-0 jafntefli liðsins á KR-vellinum í kvöld.

Steinþór Freyr: Tek þetta á mig

Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld.

Sævar Þór: Þetta var snerting

Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfoss, segir að það hafi verið réttur dómur að reka Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Stjörnunnar, af velli í kvöld.

Cotterill orðaður við Portsmouth

Steve Cotterill, knattspyrnustjóri Notts County, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Garðar hafnaði tveggja ára samningi við LASK Linz

Garðar Gunnlaugsson ætlar ekki að spila áfram með austurríska liðinu LASK Linz. Það kom fram í íþróttafréttum á Bylgjunni að Garðar sé búinn að hafna tveggja ára samningi við félagið.

Formúla 1 Í Bandaríkjunum 2012

Bernie Ecclesteone tilkynnti í dag að Formúlu 1 mót verður í Bandarríkjunum árið 2012. Staðsetningin er í Austin í Texas, en nokkuð hafði verið rætt um New York síðustu vikurnar.

Rooney ætlar ekki að slaka á

Wayne Rooney hefur engan áhuga á að taka því rólega til að tryggja að hann komist örugglega á HM í Suður-Afríku í heilu lagi.

Formúlu 1 Indverjinn Chandook hvergi banginn

Eini Indverski Formúlu 1 ökumaðurinn, Karun Chandook hræðist ekkert keppinauta um sæti hans hjá Hispania liðinu spænska, sem hóf að keppa á þessu ári. Liðinu hefur ekki gengið vel og rekið lestina á meðan liðsmenn ná tökum á annasömum mótshelgum.

Gold og Sullivan kaupa meira í West Ham

David Sullivan og David Gold eiga nú 60% hlut í West Ham United. Það kostaði þá átta milljónir punda en helmingurinn fer til íslenska félagsins CB Holdings og helmingurinn til félagsins sjálfs.

Sápuópera sumarsins verður í kringum Cesc Fabregas

Hvert sumar fara orðrómar á fullt vegna knattspyrnumanna í Evrópu sem eru að færa sig um set. Yfirleitt er einn maður sem er hvað lengst í sviðsljósinu vegna þessa og í sumar verður það líklega Cesc Fabregas.

Fabio Capello: Ég vil meira

Fabio Capello var nokkuð ánægður með lærisveina sína eftir 3-1 sigur á Mexíkó. Um vináttulandsleik var að ræða en bæði lið undirbúa sig nú undir HM.

City vill Mikel Arteta fyrir Ireland

Manchester City hefur spurst fyrir um Mikel Arteta hjá Everton. Stephen Ireland er væntanlega á forum frá City og Robert Mancini hefur hug á því að klófesta í Arteta.

Ánægja með Alonso, þrátt fyrir mistök

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segist ánægður með Fernando Alonso og sér ekkert eftir að hafa ráðið hann, frekar en sannfæra Michael Schumacher um endurkomu til Ferrari. en Schumacher fór til Mercedes.

Webber ánægður, en liðsskipti möguleg

Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel.

Nefbrotinn Nash nennir ekki að væla

Steve Nash er ekkert að væla yfir því að vera með brotið nef. Hann býst við að geta beitt sér að fullu í fjórða leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns í nótt. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 01.00.

Robbie Keane ætlar aftur til Tottenham

Robbie Keane býst sjálfur við því að vera áfram hjá Tottenham á næsta tímabili. Hann var í láni hjá Celtic í Skotlandi seinni hluta síðasta tímabils.

Sjá næstu 50 fréttir