Enski boltinn

Fabio Aurelio neitaði samningstilboði Liverpool og fer frítt frá félaginu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Aurelio.
Aurelio. GettyImages
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Fabio Aurelio er farinn frá Liverpool. Hann var í fjögur ár hjá félaginu og var tíminn einkennandi af meiðslum kappans. Liverpool bauð Aurelio samning þar sem hann hefði fengið borgað eftir því sem hann spilaði. Það vildi Aurelio ekki, hann vildi meira öryggi í samningi sínum. Rafael Benítez sér á eftir leikmanninum sem er í miklum metum utan vallar, en innan vallar skortir hann stöðugleika vegna sífelldra meiðsla sinna. Mörg félög í Evrópu og Brasilíu hafa áhuga á Aurelio. Hann kom frítt til Liverpool. Benítez leitar sér nú að nýjum vinstri bakverði í staðinn fyrir Aurelio. Hugsanlegt er að hann leitist eftir ódýrum kosti, svipuðum og Aurelio, og noti Emilio Insúa áfram. Hann er talinn vera framtíðarefni, 21 árs gamall, en Sylvinho hjá Manchester City er hugsanlegur arftaki Aurelio. Hann er á frjálsum samningi hjá City en er orðinn 36 ára gamall. Hann er Brasilíumaður líkt og Aurelio.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×