Handbolti

Ótrúlegur endasprettur hjá TV Grosswallstadt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson. Mynd/Stefán
Þórir Ólafsson, Heiðmar Felixsson og félagar í TuS N-Lübbecke fóru illa með vænlega stöðu á lokamínútunum í 30-32 tapi á móti Grosswallstadt á heimavelli sínum í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þórir kom TuS N-Lübbecke í 29-25 með sínu sjöunda marki þegar aðeins tæpar níu mínútur voru eftir af leiknum. Grosswallstadt vann hinsvegar lokakafla leiksins 7-1 og tryggði sér sigur tveggja marka sigur.

Þórir skoraði eins og áður sagði sjö mörk og komu þau öll utan af velli. Heiðmar Felixson skoraði eitt mark fyrir TuS N-Lübbecke. Einar Hólmgeirsson og Sverre Andreas Jakobsson komust ekki á blað hjá Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×