Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 08:36 Ísrael er með í undankeppni HM, í riðli með Erling Haaland og félögum í norska landsliðinu. Heimaleikur Ísraela við Noreg fór þó fram í Ungverjalandi. Getty/Sebastian Frej Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Rússnesk fótboltalið hafa verið í banni frá alþjóðlegri keppni síðan 28. febrúar 2022, vegna innrásar Rússa í Úkraínu og stríðsins sem enn geisar þar. Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza, sem í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna er lýst sem þjóðarmorði, hafa hins vegar hingað til ekki leitt til keppnisbanns fyrir Ísraela. Landslið og félagslið Ísraels hafa þó ekki mátt spila heimaleiki sína í Ísrael, í keppnum á vegum UEFA, síðan í október 2023. Ísraelar óttast að nú muni framkvæmdastjórn UEFA láta undan þrýstingi um að setja Ísraela í algjört bann. Samkvæmt ísraelskum miðlum er mikil pressa á UEFA frá Katar, einum helsta styrktaraðila UEFA, eftir að Ísraelsher gerði sprengjuárás í Doha sem beinast átti gegn háttsettum Hamas-liðum. Treysta á hjálp Þýskalands og Ungverjalands Tuttugu lönd eiga fulltrúa í framkvæmdastjórn UEFA og samkvæmt ísraelskum miðlum er talið að aðeins tvö eða þrjú þeirra séu staðföst á móti því að banna Ísrael frá evrópskum fótbolta. Israel Hayom hefur eftir heimildamanni innan ísraelska knattspyrnusambandsins að því sé nú allt reynt til þess að engin kosning fari fram, og að treyst sé á að Þýskaland og Ungverjaland hjálpi til við það. Ísrael er í miðri undankeppni fyrir HM karla sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Liðið er í baráttu við Ítalíu og Noreg um möguleikann á að komast á HM en undankeppninni lýkur ekki fyrr en um miðjan nóvember. Þá er Maccabi Tel Aviv að byrja keppni í Evrópudeildinni á miðvikudaginn, með leik við PAOK frá Grikklandi. Undrandi á að Ísrael fái enn að keppa Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Ísrael og ljóst að bann frá UEFA hefði gífurleg áhrif á fótboltann í landinu, auk þess sem aðrar íþróttir gætu fylgt fordæmi fótboltans, að mati Shlomi Barzel samskiptastjóra ísraelska knattspyrnusambandsins. „Það kemur á óvart að við séum enn í alþjóðlegum keppnum. Að mörgu leyti er það kraftaverk. Í gegnum söguna hafa lið farið í bann fyrir mun minna,“ sagði Barzel en taldi líklegt að Ísrael fengi þó að klára yfirstandandi undankeppni HM. Það væri þó alveg ljóst að ef að leyfð hefði verið opin atkvæðagreiðsla aðildarsambanda innan UEFA eða FIFA þá væru Ísraelar nú þegar komnir í bann.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu UEFA Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32 Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02 Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45 Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Mohamed Salah, framherji Liverpool, hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Evrópu með því að setja spurningarmerki við tilkynningu UEFA um andlát palestínska knattspyrnumannsins Suleiman al-Obeid. 10. ágúst 2025 08:32
Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. 25. mars 2025 08:02
Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Norska úrvalsdeildarfélagið Bodö/Glimt ætlar að gefa allar tekjur sínar af Evrópudeildarleik sínum á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv. 1. febrúar 2025 08:31
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
FIFA tekur enn enga ákvörðun um að banna Ísrael Alþjóða knattspyrnusambandið hefur seinkað því að taka á beiðni Palestínumanna um að banna Ísrael frá alþjóðlegum fótbolta. 1. september 2024 11:45