Enski boltinn

Gold og Sullivan kaupa meira í West Ham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
David Sullivan.
David Sullivan. Fréttablaðið/AP
David Sullivan og David Gold eiga nú 60% hlut í West Ham United. Það kostaði þá átta milljónir punda en helmingurinn fer til íslenska félagsins CB Holdings og helmingurinn til félagsins sjálfs.

Þeir félagar keyptu 50% af CB Holdings en eiga nú 30% á mann. Kaupin eiga að hjálpa West Ham „að ná fram stöðugleika sem það þarf nausðsynlega á að halda," sagði Karren Brady, framkvæmdastjóri.

Aðaleigendurnir eiga svon rétt á því næstu þrjú árin að kaupa 40% sem eftir eru af CB Holdings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×