Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2025 22:32 Lærisveinar Guardiola voru þreyttir eftir erfiða leiki undanfarið. EPA/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni sanngjarnt. Skytturnar voru að hans mati betri aðilinn í leik þar sem hans menn voru þreyttir eftir erfiða viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Pep. Það útskýrir kannski af hverju Man City ákvað að leggjast til baka eftir að komast yfir snemma leiks. „Hrós á liðið okkar fyrir seigluna. Það er erfitt þegar þú ert ekki skilvirkur í hápressunni, það er alltaf erfitt í uppspilinu,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. „Við áttum nokkrar skyndisóknir. Ég tel úrslitin sanngjörn. Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn.“ Spánverjinn var spurður nánar út í samheldni sinna manna. „Síðan félagaskiptaglugginn lokaði hefur samheldnin verið frábær. Þetta var krefjandi í dag og Arsenal hefur allt, við vörðumst hornspyrnum þeirra virkilega vel. Við tökum stigið, við þurfum að bæta okkur en það er eins og það er.“ „Við vorum virkilega þreyttir. Leikurinn gegn Napoli var tilfinningaþrunginn og eftir endurheimt höfðum við fjögurra til fimm tíma ferðalag til Lundúna. Það var mikið um þreytta fætur. Við erum líka með fjölda leikmanna á meiðslalistanum.“ Meiðslalisti Man City inniheldur: Rayan Aït-Nouri, Rayan Cherki, Mateo Kovačić, Omar Marmoush og Kalvin Phillips. Að endingu var Guardiola spurður út í fimm manna varnarlínu sína. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ Man City er í 9. sæti með sjö stig að loknum fimm umferðum, átta stigum minna en topplið Liverpool. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
„Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Pep. Það útskýrir kannski af hverju Man City ákvað að leggjast til baka eftir að komast yfir snemma leiks. „Hrós á liðið okkar fyrir seigluna. Það er erfitt þegar þú ert ekki skilvirkur í hápressunni, það er alltaf erfitt í uppspilinu,“ sagði Pep á sinn einstaka hátt. „Við áttum nokkrar skyndisóknir. Ég tel úrslitin sanngjörn. Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn.“ Spánverjinn var spurður nánar út í samheldni sinna manna. „Síðan félagaskiptaglugginn lokaði hefur samheldnin verið frábær. Þetta var krefjandi í dag og Arsenal hefur allt, við vörðumst hornspyrnum þeirra virkilega vel. Við tökum stigið, við þurfum að bæta okkur en það er eins og það er.“ „Við vorum virkilega þreyttir. Leikurinn gegn Napoli var tilfinningaþrunginn og eftir endurheimt höfðum við fjögurra til fimm tíma ferðalag til Lundúna. Það var mikið um þreytta fætur. Við erum líka með fjölda leikmanna á meiðslalistanum.“ Meiðslalisti Man City inniheldur: Rayan Aït-Nouri, Rayan Cherki, Mateo Kovačić, Omar Marmoush og Kalvin Phillips. Að endingu var Guardiola spurður út í fimm manna varnarlínu sína. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ Man City er í 9. sæti með sjö stig að loknum fimm umferðum, átta stigum minna en topplið Liverpool.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira