Enski boltinn

Robbie Keane ætlar aftur til Tottenham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. GettyImages
Robbie Keane býst sjálfur við því að vera áfram hjá Tottenham á næsta tímabili. Hann var í láni hjá Celtic í Skotlandi seinni hluta síðasta tímabils. Hinn 29 ára gamli framherji er ekki talinn vera líklegur til að halda starfi sínu sem framherji hjá félaginu. Hann er þrálátlega orðaður við önnur félög. “Að fara til Celtic var kannski það besta sem hefur nokkurn tíman komið fyrir mig. En ég er að fara aftur til Tottenham nema einhver annar segir mér eitthvað annað,” sagði Keane sem á þrjú ár eftir af samningi sínum. Auk Keane berjast Peter Crouch, Roman Pavlyuchenko og Jermaine Defoe um framherjastöður hjá félaginu. Talið er að Harry Redknapp vilji selja Keane til að styrkja aðrar stöður í liðinu fyrir átökin í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×