Fótbolti

Garðar hafnaði tveggja ára samningi við LASK Linz

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson ætlar ekki að spila áfram með austurríska liðinu LASK Linz. Það kom fram í íþróttafréttum á Bylgjunni að Garðar sé búinn að hafna tveggja ára samningi við félagið.

Heimildarmaður íþróttadeildar Bylgjunnar veit ekki hvort að Garðar ætli að snú aftur til Íslands í sumar en hann er að skoða ýmsa möguleika í stöðunni.

Garðar kom til Linz í febrúar en gat þó ekki spilað sinn fyrsta leik fyrr en í apríl vegna nárameiðsla. Garðar lék alls fimm leiki með liðinu og var með eitt mark og tvær stoðsendingar í þeim.

Garðar lék áður með CSKA Sofia í Búlgaríu og IFK Norrköping í Svíþjóð en hann spilaði síðast hér heima með Valsmönnum sumarið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×